Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur tilkynnti fyrir skemmstu að þau hefðu gengið frá samningum við Johannes Dolven, norskan landsliðsmann, og Ryan Montgomery, bandarískan framherja. Fréttirnar af Dolven komu út í gær en í dag bættist við Montgomery.

Ryan Montgomery er 22 ára, 198 cm og getur leikið báðar framherjastöðurnar. Hann útskrifaðist úr Lee University í vor en háskólinn sá er í 2.deild NCAA eins og Barry, háskólinn sem Elvar Már Friðriksson spilaði fyrir. Ryan var með 18,1 stig, 5,9 fráköst, 1,5 stoðsendingu og 1,3 stolna bolta að meðaltali í leik á lokaári sínu með Lee University.