Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR heldur áfram að bæta við sig leikmönnum og í dag tilkynntu þau að Margrét Blöndal hefði skrifað undir við liðið.

Margrét er tvítug og uppalin KR-ingur en söðlar nú um sig og heldur í Breiðholtið. Hún hefur hingað til aðeins spilað fyrir KR. Þar að auki hefur hún spilað 17 leiki fyrir yngri landslið Íslands.