Úrslitakeppni NBA deildarinnar fór aftur af stað í gær eftir tveggja daga fjarveru vegna hjásetu leikmanna deildarinnar eftir mótmæli leikmanna deildarinnar vegna kerfislægrar mismununnar í Bandaríkjunum.

Topplið Austur og Vesturstranda, Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers tryggðu sig bæði áfram í næstu umferð. Bæði lið höfðu tapað fyrstu leikjum einvígja sinna, en þaðan unnið fjóra í röð.

Það helsta úr leik Lakers og Trail Blazers:

Það helsta úr leik Magic og Bucks:

Úrslit næturinnar

Orlando Magic 108 – 116 Milwaukee Bucks

Bucks fara áfram í næstu umferð 4-1

Oklahoma City Thunder 80 – 114 Houston Rockets

Rockets leiða einvígið 3-2

Portland Trail Blazers 122 – 131 Los Angeles Lakers

Lakers fara áfram í næstu umferð 4-1