ÍR hefur samið við Kristínu Maríu Matthíasdóttur um að leika með liðinu á komandi leiktíð í 1. deildinni.

Kristín kemur frá Val og er tvítugur bakvörður sem fékk allmörg tækifæri hjá deildarmeisturum Vals á síðustu leiktíð. Hún er uppalin hjá Fjölni en hefur leikið með Hlíðarendafélaginu síðustu ár. Þá á hún 17 yngri landsleiki fyrir Íslands hönd.

ÍR skipti um þjálfara í sumar en Ísak Máni Wíum tók við liðinu af Ólafi Jónasi. Liðið hefur einnig fengið þær Kristínu Blöndal, Þórunni Birtu Þórðardóttir til lið við sig í sumar.