Sindri á Höfn í Hornafirði heldur áfram að bæta við sig leikmönnum, en þeir hafa bætt við sig króatíska framherjanum Jure Boban og spænska bakverðinum Gerard Blat.

Jure Boban er 26 ára Króati sem spilaði með KK Dubrovnik á síðasta tímabili með 10 stig, 4,5 fraköst, 1,5 stoðsendingu og 1 stolin bolta að meðaltali í leik. Auk þess að hafa spilað í heimalandinu hefur Boban verið tvö tímabil í Þýskalandi og komst í æfingahóp U18 og U20 ára landslið Króatíu.

Gerard Blat er 23 ára Spánverji sem spilaði á seinasta tímabili í LEB Silver (þriðju deild Spánar) fyrir CB Almansa. Hann var þar með 1,5 stig að meðaltali í leik og gaf 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Þessir bætast í sívaxandi hóp erlendra leikmanna sem munu spila á Höfn í Hornafirði á komandi tímabili, en meðal nýrra leikmanna sem hafa nú þegar skrifað undir eru Gerald Robinson og Beau Justice.