Tveir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar seint í gær og í nótt.

Denver Nuggets börðust fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni gegn Utah Jazz í nokkuð skemmtilegum leik. Jazz leiddu leikinn fyrstu þrjá leikhlutana og leit allt út fyrir að Nuggets væru á leiðinni út úr keppninni. Í fjórða leikhlutanum tóku Nuggets menn þó öll völd á vellinum og unnu leikinn að lokum með 10 stigum, 117-107.

Atkvæðamestur fyrir Nuggets í leiknum var Jamal Murray með 42 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar honum næstur kom miðherjinn Nikola Jokic með 31 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Jazz var það Donovan Mitchell sem dróg vagninn með 30 stigum og 5 stoðsendingum.

Það helsta úr leik Nuggets og Jazz

Úrslit næturinnar

Utah Jazz 107 – 117 Denver Nuggets

Jazz leiða einvígið 3-2

Dallas Mavericks 111 – 154 LA Clippers

Clippers leiða einvígið 3-2