Njarðvík hefur samið við Norðmanninn Johannes Dolven um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Dolven er 24 ára, 206 cm, framherji/miðherji sem kemur til liðsins frá Barry University, þar sem hann hefur leikið síðastliðin ár, en þar var hann liðsfélagi landsliðsmannsins Elvars Friðrikssonar tímabilið 2017-18. Þá hefur hann einnig leikið með norska landsliðinu.