Breiðablik hefur samið við Jessie Loera um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.

Loera er 23 ára leikstjórnandi frá Bandaríkjunum sem síðast lék fyrir Gonzaga í bandaríska háskólaboltanum. Þar skilaði hún 8 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Viðtal sem tekið var við Loera eftir síðasta tímabil: