Bakvörðurinn Ingvi Þór Guðmundsson er á leið í atvinnumennski en í dag skrifaði hann undir samning við þýskt lið.

Leikmaðurinn birti það á Instagram síðu sinni í kvöld er hann skrifaði undir samninginn. Samkvæmt heimildum Körfunnar er liðið sem Ingvi samdi við Dresden Titans í þýsku Pro-B deildinni.

Ingvi hefur leikið stórt hlutverk í liði Grindavíkur síðustu ár, á síðustu leiktíð var hann með 14,4 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik í Dominos deildinni.

Dresden Titans voru í fjórða sæti í deildinni þegar hún var flautuð af í mars vegna Covid-19 faraldursins. Spennandi verður að sjá Ingva spreyta sig í atvinnumennskunni í öflugri deild.

View this post on Instagram

✍🏼✍🏼✍🏼

A post shared by Ingvi Gudmundsson (@ingvi_) on