Körfuknattleiksdeild Hauka leitar að öflugum, áhugasömum, skipulögðum og metnaðarfullum þjálfurum til starfa hjá félaginu fyrir næsta tímabil.

Starf þjálfara felst m.a. í eftirfarandi:
– Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja hjá viðkomandi flokki eða flokkum
– Umsjón með þátttöku í mótum viðkomandi flokks eða flokka
– Samskipti við leikmenn/foreldra í gegnum Sideline Sport hugbúnaðinn
– Samskipti við foreldraráð viðkomandi flokka vegna skipulagningu móta og/eða keppnisferða
– Samstarf við aðra þjálfara félagsins

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 28. ágúst 2020.

Umsóknir berist til Stefáns Þórs Borgþórsson, framkvæmdastjóra Kkd. Hauka á netfangið stefan@haukar.is.