Haukar hafa samið við bakvörðinn Hansel Atencia um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfesti leikmaðurinn þetta í spjalli við Körfuna fyrr í dag.

Atencia er íslenskum aðdáendum kunnugur, en hann lék á síðasta tímabili með Þór á Akureyri. Í 21 leik með félaginu á síðasta tímabili skilaði hann 18 stigum, 3 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Atencia er fæddur í Kólumbíu en er með tvöfalt ríkisfang og er því einnig spænskur. Leikmaðurinn hefur einnig leikið með Kólumbíska A-landsliðinu.