Nú fyrir helgina var tekin sú ákvörðun að aflýsa körfuknattleiksbúðum Vestra sem fara áttu fram 6.-11. ágúst næstkomandi á Ísafirði. Ár hvert koma þar saman fjölmargir þjálfarar og leikmenn af öllu landinu til æfinga. Var það í ljósi nýrra tilskipana yfirvalda vegna Covid-19 sem búðunum var frestað.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, virðist hafa verið á leiðinni vestur og því fylgst með framvindu mála varðandi búðirnar ef marka má bréfið sem hann sendi þeim fyrir helgina.

Bréfið má í heild lesa hér fyrir neðan, en í því stappar hann stálinu í mótshaldara og hrósar þeim fyrir þá ábyrgu ákvörðun að hafa aflýst í ljósi aðstæðna. Segir hann þá að lokum að von sé á honum á næsta ári.