Gerald Robinson hefur gengið til liðs við Sindra á Höfn en hann lék með Haukum í Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var þar með með 16,6 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik.

Gerald, sem verður 36 ára í semptember, hefur einnig spilað með ÍR, Njarðvík og Hetti hér á landi. Hann lék fyrst hér á landi tímabilið 2010-11 með Haukum og leiddi Úrvalsdeildina í fráköstum. Auk Íslands hefur hann spilaði í Þýskalandi, Spáni, Kýpur og Englandi á 12 ára atvinnumannaferli sínum.

Enn bætist í leikmanna hópinn. Að þessu sinni er það þekkt stærð í Íslenskum körfubolta! Gerald Robinson sem leikið hefur með Hetti, Njarðvik, ÍR og Haukum hefur nú skrifað undir samning við okkur í Sindra og mun taka slaginn í fyrstu deildinni. Gerald kemur inn með gríðarlega mikla reynslu, 36 ára og hefur spilað í Bandaríkjunum, Spáni, Þýskalandi og Englandi ásamt tíma sínum hér á landi. Gerald fór með IR alla leið í úrslita einvígið árið 2019 þar sem þeir þurftu að sætta sig við tap á móti KR. Á síðasta tímabili var Gerald svo með 16,6 stig og 9,3 fraköst að meðaltali í leik þegar tímabilið var blásið af.Það ríkir mikil eftirvænting í herbúðum okkar að fá Gerald til okkar og er ráðningin til merkis um það að við ætlum okkur meira en bara að vera með!Meðfylgjandi eru skilaboð frá Gerald og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í Sindra!

Posted by Körfuknattleiksdeild Sindra on Tuesday, August 4, 2020