NBA deildin mun hafa aflýst öllum þremur leikjum dagsins vegna mótmæla leikmannaa deildarinnar gegn kerfislægu misrétti í Bandaríkjunum. Voru það leikmenn Milwaukee Bucks sem fyrstir mótmæltu með því að mæta ekki til fimmta leiks síns gegn Orlando Magic en talið var líklegt að lið annarra leikja í kvöld og nótt myndu gera slíkt hið sama.

Þessir þrír leikir í viðureignum Bucks/Magic, Thunder/Rockets og Lakers Trail Blazers munu samkvæmt fregnum ekki telja og því helst staðan sú sama fyrir næsta leik hvers einvígis fyrir sig.