Snæfell hefur samið við þau Dane Miller og Iva Georgieva um að leika með meistaraflokkum liðsins á komandi leiktíð, en karlalið þeirra er í 1. deildinni á meðan að kvennaliðið er í Dominos deildinni.

Dane Miller spilaði á síðasta tímabili í  Afríku þar sem hann var með 18 stig í leik, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá spilaði Iva Georgieva á Ítalíu á síðasta tímabili þar sem hún var með 13 stig í leik, 4 fráköst og 2 stoðsendingar.

Er félagið að styrkja leikmannahópa fyrir leiktíðina en áður var búið að semja við þá Ignas Dauksys og Erikas Jakstys um að leika með karlaliðinu. Þá var einnig búið að semja við þær Emese Vida og Haiden Palmer.