Haukar hafa samið við þrjá efnilega leikmenn um að æfa og spila með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.

Þær Dagbjört Gyða Hálfdánardóttir, Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir munu allar leika með Hafnarfjarðarfélaginu þegar að tímabilið fer af stað nú í október.

Dagbjört Gyða er uppalin í Haukum, en Ásdís Hjálmrós kemur frá Njarðvík og Kristrún Ríkey frá Þór á Akureyri.