Skallagrímur hefur samið við Benedikt Lárusson um að leika með meistaraflokki karla í 1. deildinni í vetur.

Benedikt, sem er 21 árs gamall, er uppalinn KR-ingur og leikur stöðu bakvarðar. Hann hefur síðustu ár leikið með unglingaliðum félagsins ásamt því að vera í leikmannahópi meistaraflokks KR þar sem hann varð þrívegis Íslandsmeistari. Þá lék hann einnig með liði KV í 2. deildinni á síðasta tímabili.