Fjölnir hefur samið við litháann Andrius Globys um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild karla.

Fyrr í sumar hafði félagið samið við Robert Norttman, en mun Globys koma til liðsins í stað hans, en Norttman óskaði eftir því að vera leystur undan samningi sínum.

Globys er 201 cm framherji/miðherji sem síðustu ár hefur leikið í NKL deildinni í Litháen, en áa síðasta tímabili skilaði hann 12 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik. Ásamt því að leika með liðinu mun Globys kom að þjálfun hjá félaaginu.