Þór hefur samið við Andrew Johnston um stýra liðinu í komandi átökum í Domino´s deildinni. Andrew er 55 ára gamall bandaríkjamaður hefur áður verið við þjálfun á Íslandi en hann þjálfaði meistaraflokka karla og kvenna hjá Keflavík 2013-2014. Andy samdi við Þór til 3 ára og kemur til starfa 15. ágúst. 

Undanfarið hefur Andrew starfað hjá URA basket í Finnlandi.

Við í stjórninni erum gríðarlega ánægð að geta tilkynnt ráðningu Andy’s. Að fá þjálfara með svo mikla reynslu og þekkingu  er gríðarlega dýrmætt fyrir félagið. Andy er  traustur leiðtogi sem veit hvað þarf til að ná árangri og mun efla okkar unga lið og skapa góða liðsheild” segir Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar.