Slóveninn Aljaž Vidmar hefur gengið til liðs við Selfoss-Körfu. Mun leikmaðurinn bæði leika með akademíu félagsins sem og meistaraflokki þeirra í fyrstu deildinni.

Vidmar er 203 cm framherji frá Vojsko í Slóveníu. Í heimalandinu hefur hann leikið fyrir meistaraflokk KK Hidria, sem og yngri flokka, U17 og U19 hjá KK Ljubljana. Þá hefur hann einnig verið hluti af U17 og U20 ára yngri landsliðum Slóveníu.