Grindavík hefur samið við Agnesi Fjólu Georgsdóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild kvenna.

Agnes Fjóla er 15 ára gamall bakvörður sem leikið hefur upp yngri flokka Keflavíkur. Samkvæmt fréttatilkynningu bindur félagið vonir við að í Grindavík verði henni veitt rétt umhverfi til þess að þroskast og dafna sem leikmaður.

Tímabil Grindavíkur í 1. deildinni rúllar af stað þann 26. september á útivelli gegn ÍR.