Lið Tindastóls í fyrstu deild kvenna gekk í dag frá samningum við 10 leikmenn fyrir komandi átök.

Leikmennirnir sem um ræðir eru:

Telma Ösp Einarsdóttir
Inga Sólveig Sigurðardóttir
Kristín Halla Eiríksdóttir
Katrín Eva Óladóttir
Marín Lind Ágústsdóttir
Eva Rún Dagsdóttir
Hildur Heba Einarsdóttir
Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir
Karen Lind Helgadóttir
Berglind Ósk Skaptadóttir

Segist þjálfari liðsins Árni Eggert Harðarson nú vera kominn með fullmannað lið, en fyrr í sumar var tilkynnt að hin bandaríska Dominique Toussaint myndi leika með þeim í vetur.

Tindastóll leikur fyrsta leik tímabilsins þann 26. september heima gegn Vestra.