Í ljósi nýjustu tilskipana yfirvalda vegna Covid-19 hefur Körfuboltabúðum Vestra 2020 verið aflýst. Framkvæmdastjórn búðanna tók þessa erfiðu ákvörðun á fundi í hádeginu í dag í kjölfar þess að ríkisstjórnin ákvað í morgun að herða á ný reglur um samkomuhald og sóttvarnir.

Þessi ákvörðun er tekin með miklum trega en hún er engu að síður óumflýjanleg að mati framkvæmdastjórnarinnar. Með henni axlar deildin þá samfélagsábyrgð sem felst í því að reyna eftir fremsta megni að hefta útbreiðslu Covid-19 veirunnar til þess m.a. að tryggja að skóla- og íþróttastarf geti hafist með eðlilegum hætti seinni hluta ágústmánaðar.