Lið Vals í Dominos deild kvenna og Stjörnunnar í Dominos deild karla fengu í dag afhenta deildarmeistaratitla fyrir tímabilið 2019-20.

Tímabilinu var aflýst fyrir um fjórum mánuðum vegna Covid-19 heimsfaraldursins, en ákveðið hafði verið að bæði lið myndu fá þessa titla samt sem áður.

Valur var efst í Dominos deild kvenna og hafði tryggt sér titilinn áður en tímabilinu var aflýst, en Stjarnan, sem einnig var í efsta sætinu, hefði þurft að vinna leik sinn í lokaumferð mótsins til þess að tryggja sér sinn.

Bæði félög fengu í dag verðlaunapeninga, bikar og 500 þúsund króna verðlaunafé frá Dominos.