Fyrrum leikmaður Keflavíkur Stanley Robinson er látinn aðeins 32 ára að aldri. Robinson kom til liðs Keflavíkur á fyrri hluta tímabils 2017-18, en var farinn fyrir áramót.

Með Keflavík skilaði Robinson 16 stigum, 10 fráköstum og 3 stoðsendingum í leik, sem er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að hann spilaði aðeins 27 mínútur að meðaltali.

Auk Íslands hafði Robinson einnig leikið fyrir félög í Úrúgvæ og Síle. Áður en hann hélt í atvinnumennsku var Robinson lykilleikmaður með geysisterku háskólaliði UConn Huskies.