Snæfell hefur gengið að samningum að nýju við hina ungversku Emese Vida, og mun Vida leika með Hólmurum í Domino’s deild kvenna á komandi tímabili. Frá þessu var greint í tilkynningu frá félaginu í gær.

Vida lék með Hólmurum á síðasta tímabili og skilaði 11,3 stigum og 12,7 fráköstum að meðaltali í þeim 23 leikjum sem hún lék með liðinu.

Snæfell endaði í 6. sæti Domino’s deildarinnar á síðasta tímabili, og var hvorki nálægt falli né úrslitakeppni deildarinnar, sem var blásin af í upphafi COVID 19 faraldursins í mars.