Sigvaldi Eggertsson hefur samið ÍR um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla.

Sigvaldi hefur leikið á Spáni síðustu tvö ár. Þar áður lék hann með Fjölni þar sem hann var stigahæsti Íslendingurinn i 1.deid karla með 19 stig að meðaltali í leik.

Þetta er í annað skiptið sem Sigvaldi fer í Breiðholtið, en tímabilið 2015-16 lék hann bæði með meistara og drengjaflokk félagsins.