Tindastóll hefur samið við Shawn Glover um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Staðfesti deildin þetta við Feyki fyrr í dag.

Glover er 30 ára, 201 cm framherji frá Bandaríkjunum sem hefur komið víða við á ferlinum, Danmörku, Spáni, Ísrael og Úrugvæ. Í Danmörku lék hann fyrir Bakken Bears, þar sem að þjálfari Hauka, Israel Martin, var að þjálfa á sama tíma

Tindastóll tilkynnti á dögunum að félagið hefði einnig samið við Antanas Udras. Í samtali við Feyki sagði Baldur Þór Ragnarsson, aðalþjálfari Tindastóls, að ekki væri von á fleiri ráðningum fyrir tímabilið.