Þór Akureyri tilkynnti fyrir stuttu síðan að það hefði tryggt sér liðsinnis breska framherjans Rowell Graham.

Graham er 196 cm, 25 ára gamall og hefur spilað fyrir tvö góð lið í LEB Gold á Spáni, Ciudad de Valladolid og Afanion CB Almansa. Þórsarar binda miklar vonir við þennan leikmann sem mun styrkja liðið, en Þór Akureyri hafði nú þegar bætt við sig Srdan Stojanovic frá Fjölni og Bandaríkjamanninum Dedric Basile.

Í sömu fréttatilkynningu var tekið fram að Þór Akureyri myndi kynna nýjan þjálfara meistaraflokks karla laugardaginn næstkomandi, 1. ágúst.