Podcast Körfunnar fékk í heimsókn Júlíus Orra Ágústsson. Í þættinum er rætt um íþróttauppeldið og Þór Akureyri.

Þrátt fyrir að vera fæddur á þessari öld, er Júlíus fyrirliði liðs í Dominos deildinni, en hann hefur leikið upp alla yngri flokka Þórs Akureyri, sem og með öllum yngri landsliðum Íslands.

Podcast Körfunnar er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Umsjón: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke