Leikmenn NBA deildarinnar fá að breyta um nafn eða skilaboð á keppnistreyjum sínum þegar að deildin rúllar aftur af stað í lok júlí. Mun það verða af fyrirfram samþykktum lista deildarinnar og leikmannasamtakana. Fyrstu fjóra leikina verða skilaboðin sett á treyjur þeirra í stað eftirnafns, en eftir það færast þau á minna áberandi stað á henni.

Eftirfarandi verður í boði fyrir leikmenn:

“Black Lives Matter; Say Their Names; Vote; I Can’t Breathe; Justice; Peace; Equality; Freedom; Enough; Power to the People; Justice Now; Say Her Name; Si Se Puede (Yes We Can); Liberation; See Us; Hear Us; Respect Us; Love Us; Listen; Listen to Us; Stand Up; Ally; Anti-Racist; I Am A Man; Speak Up; How Many More; Group Economics; Education Reform; and Mentor.”

Upphaflegu hugmyndina átti WNBA leikmaður Las Vegas Aces, Angel McCoughtry, sem lagði til að leyft væri að leikmenn settu nöfn fórnarlamba lögreglunnar aftan á búninga sína til þess að sýna samstöðu.

Einhverjir leikmenn NBA deildarinnar hafa haft áhyggjur af áframhaldi deildarinnar í ljósi stöðunnar í Bandaríkjunum, þar sem þeir vildu ekki afvegleiða þau háværu mótmæli sem eiga sér stað þar þessa dagana gegn kerfisbundnum rasisma og grimmd lögreglunnar.