NBA deildin rúllaði aftur af stað í dag með fjórum æfingaleikjum. Nú þegar eru leikir Orlando Magic gegn Los Angeles Clippers og Washington Wizards gegn Denver Nuggets farnir af stað, en seinna í kvöld eru á dagskrá leikir New Orleans Pelicans gegn Brooklyn Nets og Sacramento Kings gegn Miami Heat einnig á dagskrá.

Allir eru æfingaleikirnir í beinni útsendingu á NBA League Pass frá Disneylandi í Orlandi, Flórída, en aðeins eru 8 dagar í að sjálf deildarkeppnin fari aftur af stað.