Fyrsti leikur WNBA tímabilsins var fyrr í dag þegar að New York Liberty lék gegn Seattle Storm, en leikið er lokaðri búbblu á svæði IMG Academy í Flórída.

Leikmenn beggja liða yfirgáfu völlinn fyrir upphaf fyrsta leiks, nánar tiltekið þegar að bandaríski þjóðsöngurinn var leikinn. Það gerðu þær til þess að sýna samstöðu með mótmælum sem átt sér hafa stað á síðustu misserum víðsvegar í Bandaríkjunum gegn kerfisbundnum rasisma og grimmd lögreglunnar.