NBA tímabilið hófst enn á ný í gærkvöldi og leikmenn hafa hingað til verið að krjúpa og krækja höndum saman meðan á þjóðsöngnum stendur fyrir upphaf leiksins. Þetta er hluti af Black Lives Matter (BLM) vitundarvakningu þeirra, en í fyrstu leikjunum eru langflestir leikmenn með stutt skilaboð á treyjunum sínum í staðinn fyrir eftirnöfnin sín.

Athygli vakti á samfélagsmiðlum í fyrsta leik dagins að #1 hjá Orlando Magic, Jonathan Isaac, kaus að krjúpa ekki. Hann hefur víst átt við hnémeiðsli að stríða en umræðan virðist vera að meira liggji þar að baki. Þessu til stuðnings er Isaac ekki í BLM bol meðan á þjóðsöngnum stóð og er einn fárra leikmanna sem er ekki með BLM skilaboð á treyju sinni í leiknum heldur er hann með nafnið sitt óbreytt.

UPPFÆRT: Jonathan Isaac sagði í viðtali eftir leikinn að hann hefði ákveðið að fara ekki í BLM bol og að standa í stað þess að krjúpa. Þetta væri persónuleg ákvörðun hans og að hann teldi trú sína styrkja sig í að standa gegn óréttlæti í heiminum. “Það að krjúpa eða klæðast BLM bol fer ekki saman við að styðja við svört líf, ég trúi því að svört líf skipta máli en ákvað að það snerist ekki um að klæðast bol,” sagði Isaac aðspurður um ákvörðun sína.