Dagana 13.-16. júlí verða fyrstu körfuboltabúðir Israels Martins og Hauka haldnar.

Búðirnar eru ætlaðar öllum krökkum fædd á árunum 2008 til 2002.

Isreal Martin, þjálfari meistaraflokks karla hjá Haukum, er yfirþjálfari búðanna en hann býr yfir gífurlega mikilli reynslu sem þjálfari en hann hefur þjálfað í körfuboltabúðum víðs vegar um heiminn.

Körfuboltabúðir Israel Martin og Hauka eru ekki byggðir upp eins og hefðbundnar körfuboltabúðir. Áhersla körfuboltabúðanna er að taka alla þá hæfni og þekkingu sem leikmenn hafa lært í öðrum búðum í sumar og kenna hvernig hægt er að nýta það í keppnisleik. Mikið verður spilað 1á1, 2á2 og upp í 5á5. Þjálfarar búðanna kenna leikmönnum grundvallaratriði í keppni og áherslan verður að kenna leikmönnum hvernig á að hreyfa sig með bolta og án bolta, liðsbolta og taktík.

Dagskrá

17:00-18:30 Æft í hópum þar sem áherslan er á 1á1, 2á2, 3á3 og 4á4
18:30-19:00 Pása sem nýtt verður í fyrirlestra
19:00-20:00 Spilað mest allan tímann 5á5

Í enda búðanna verður gefin verðlaun fyrir „best attitude”, „most improved player” og „MVP”

Það verða margir góðir þjálfarar í búðunum sem eru tilbúin til að leggja mikið á sig til að leikmennirnir verða betri í körfubolta


Þjálfarar búðanna:

Israel Martin, þjálfari mfl Hauka
Chris Caird, þjálfari mfl Selfoss
Ísak Máni Wíum, Yfirþjálfari ÍR og aðstoðarþjálfari u15 dengja
Kristjana Eir Jónsdóttir, Þjálfari u16 stúlkna og aðstoðarþjálfari mfl ÍR
Sævaldur Bjarnason, Þjálfari u18 stúlkna og aðstoðarþjálfari mfl Hauka

Aðalmarkmiðið er að hafa gaman og læra liðskörfubolta.

Búðirnar eru 13-16.júlí kl 17-20 og er fyrir leikmenn fædda 2008-2002
Skráning er á netfanginu emilbarja@haukar.is
Búðirnar eru haldnar á Ásvöllum og kostar 8.900kr