Snæfell hefur fengið til liðs við sig hinn litháíska Ignas Dauksys fyrir komandi tímabil í 1. deild karla. Dauksys lék fyrir Sindra í 1.deildinni á síðustu leiktíð og skilaði þar 16,9 stigum og 7 fráköstum í leik í 19 leikjum með liði Hornfirðinga, sem enduðu í næst neðsta sæti deildarinnar þegar hún var blásin af vegna COVID 19 faraldursins.

Dauksys er annar Litháinn sem Hólmarar fá til liðs við sig frá Sindra, því nýverið fór Erikas Jakstys sömu leið.