Nýliðar Fjölnis í Dominos deild kvenna hefur samið við Hrefnu Ottósdóttir um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Hrefna er 18 ára bakvörður sem leikið hefur í meistaraflokki með Tindastól, uppeldisfélagi sínu Þór Akureyri, sem og eitt tímabil með Haukum í Dominos deildinni.

Á síðasta tímabili skilaði hún 12 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik með Tindastól í fyrstu deild kvenna.