Sindramenn frá Höfn í Hornafirði hafa gengið frá samningum við evrópskan leikmann fyrir komandi tímabil í 1. deild karla, en Hornfirðingar hafa samið við Spánverjann Aleix Pujadas. Sindri greinir frá þessum félagaskiptum á Facebook síðu sinni fyrr í dag.

Pujadas lék á síðasta tímabili með liði Zamoras í EBA deildinni, sem er fjórða efsta deild í spænska deildakerfinu, og skilaði þar tæpum 11 stigum og fjórum stoðsendingum að meðaltali í leik á 28 mínútum.