Nú er hægt að kjósa fimm manna úrvalslið lokakeppni EuroBasket. Þeir leikmenn sem hægt er að kjósa koma allir frá “minni” körfuknattleiksþjóðum álfunnar, en með því er átt við að þeir komi frá þeim ríkjum sem hafa kannski ekki alltaf komist á lokamótið eða verið sigustranglegust.

Nokkur virkilega sterk nöfn eru á listanum s.s. NBA leikmennirnir Lauri Markkanen (Finnlandi), Nikola Vucevic (Svartfjallalandi) og Marcin Gortat (Póllandi)

Skemmtilegt er að sjá að Jón Arnór Stefánsson kemst á þennan lista, en hann fór fyrir liði Íslands bæði á lokamótið 2015 í Berlín og 2017 í Helsinki.

Hægt er að kjósa hér fyrir neðan.