Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur samið við BC Šiauliai um að leika með liðinu á komandi tímabili. Elvar kemur til liðsins frá meisturum Boras Basket í Svíþjóð, þar sem hann átti gott tímabil 2019-20.

BC Šiauliai leikur í efstu deild í Litháen, sem og í deild baltneskra liða. Liðið endaði í 8. sæti í deildarkeppninni í Litháen á síðasta tímabili.

Einn fyrrum leikmaður Dominos deildarinnar verður með Elvari í liði á næsta tímabili, en Seth LeDay (Grindavík) skrifaði einnig undir samning þar á dögunum.