Tindastóll hefur samið við hina bandarísku Dominique Toussaint um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Staðfestir deildin þetta í samtali við Feyki.

Touissaint er 22 ára, 175 cm bakvörður/framherji sem lék fyrir Virgniíu í bandaríska háskólaboltanum.

Í samtali við Feyki sagði Árni Eggert Harðarson þjálfari Tindastóls:

„Við erum mjög spennt fyrir komu Dominique í Skagafjörðinn, fjölhæfni hennar og leikstíll á eftir að blandast vel inn í kjarnann sem við erum að byggja upp. Við berum miklar vonir til þess að hún hjálpi liðinu að taka næsta skref,“ segir Árni Eggert og bætir við: „Hún er umfram allt dugleg sem er nauðsynlegur eiginleiki til að spila fyrir Tindastól.“