Deildarkeppni NBA deildarinnar fer aftur af stað í dag eftir fjögurra mánaða pásu. Í fyrri leik dagsins mætast Utah Jazz og New Orleans Pelicans, en beint þar á eftir fer fram leikur Los Angeles liðanna tveggja, Lakers og Clippers.

Deildarkeppni NBA fer fram á lokuðu svæði Disney á Flórída, en það er gert sökum heimsfaraldurs Covid-19. Þar eru samankomin 22 lið, sem munu byrja á að útkljá lokaumferðir deildarkeppninnar, áður en úrslitakeppnin fer fram.

Leikir kvöldsins verða í beinni útsendingu á NBA Leagu Pass