Þór Akureyri hefur samið við bandaríska bakvörðinn Dedrick Basile um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild karla. Basile er 25 ára gamall og 180 cm á hár.

Basile lék á síðasta tímabili í Finnsku 1. deildinni og þar skoraði hann 29 stig að meðaltali í leik og var með 9 stoðsendingar. Var hann í lok tímabilsins valinn leikmaður ársins af Eurobasket.com.

Hjálmar Pálsson formaður körfuknattleiksdeildar sagði í stuttu spjalli við Þór Sport að stjórnin væri mjög ánægð með að hafa krækt í leikmanninn og sagði að von væri á fleiri fréttum af leikmannamálum á næstu dögum. Hjálmar sagði einnig að Íslenskir leikmenn sem eru að leita sér að liði sé velkomið að hafa samband við sig og ræða málin. „Þór er spennandi kostur og á Akureyri er gott að vera“ segir Hjálmar Pálsson formaður Þórs.

Fyrr í sumar krækti Þór í Serbneska framherjann Srdan Stojanovic sem áður lék með Fjölni.

Hér fyrir neðan má sjá ótrúlega flautukörfu Basile frá árinu 2016: