Véfréttinn fékk tvo mjög góða til sín í nýjasta þáttinn af Boltinn Lýgur Ekki.

Kjartan Atli Kjartansson, Boston maður og körfuboltaspekúlant mætti í hljómskálann ásamt Herði Unnsteinssyni, körfuboltasagnfræðingi.

Austurdeildin var tekin fyrir, öll liðin í búbblunni rannsökuð og sérstaklega var lögð áhersla á Boston Celtics.

Farið var yfir fréttir vikunnar og Hörður valdi í All-NBA liðin í lokin.

Boltinn lýgur ekki er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Þá er upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram.

Gestir: Hörður Unnsteinsson og Kjartan Atli Kjartansson

Umsjón: Sigurður Orri