Nýafstaðnar BIBA búðir gengu mjög vel fyrir sig, að sögn yfirþjálfara búðanna, Borche Ilievski. Þær voru haldnar í herbúðum ÍR-inga, í Hertz-hellinum.

Búðirnar áttu að fara fram í Búlgaríu þetta sumar en vegna Covid-faraldursins þurftu skipuleggjendur að hafa hraðar hendur og finna aðra lausn. Sú lausn varð að halda búðirnar hér á Íslandi og það gekk að sögn Borche vel upp.

Við lok búðanna náði Karfan tali af Borche um búðirnar og þá er líka hægt að finna fjölda myndbanda úr búðunum á síðu búðanna, BIBA Iceland.