Njarðvík hefur samið við hina bandarísku Ashley Gray um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Gray er 24 ára, 181 cm framherji, sem var í University of Portland í bandaríska háskólaboltanum til ársins 2018, en síðan þá hefur hún leikið sem atvinnumaður með liðum í Póllandi og Þýskalandi.

Á síðasta tímabili skilaði hún 20 stigum og 12 fráköstum að meðaltali í leik með TSV Towers í Þýskalandi.