Aníka Linda Hjálmarsdóttir hefur samið við ÍR um að leika með liðinu á komandi tímabili í 1. deild kvenna.

Aníka var framlagshæsti leikmaður kvennaliðsins á liðnu tímabili. Í 22 leikjum skilaði hún 9 stigum, 9 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali.