Hrunamenn standa fyrir 3 á 3 móti laugardaginn 1.ágúst fyrir börn og unglinga fædd 2002 til 2009. Skipt verður í drengja og stúlknaflokka, undir 12, undir 14, undir 16 og undir 18. Leikið verður í íþróttahúsinu á Flúðum

Þrír verða í hverju liði á vellinum í einu, en leyfilegt er að skrá til leiks þrjá til fimm í hvert lið. Gjald fyrir hvert lið eru 10.000 kr, en vegleg verðlaun eru fyrir sigurvegara hvers flokks.

Tekið er á móti skráningum á umfhkarfa@gmail.com. Skráningarfrestur er til 29.júlí eða þar til fullt verður í mótið.