Vestri samdi á helginni við Arnar Smári Bjarnason um að leika með liðinu í 1. deild karla á komandi tímabili. Félagið framlengdi einnig við Blessed Parilla, Friðrik Heiðar Vignisson og James Parilla sem allir eru uppaldir Vestramenn.

Arnar Smári er fæddur árið 2000 og hefur leikið með Skallagrími upp alla yngri flokka. Hann lék 20 leiki með meistaraflokki Skallagríms á síðasta tímabili og var með 6,4 stig, 1,4 stoðsendingar og 1 frákast að meðaltali í leik en mest skoraði hann 34 stig í einum leik.

Blessed Parilla er fæddur árið 2002 og hefur leikið upp alla yngri flokka Vestra. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2018-2019. Á síðasta tímabili lék hann svo 9 leiki með meistaraflokki auk þess að vera í lykilhlutverki með drengjaflokki félagsins.

Friðrik Heiðar Vignisson er fæddur árið 2003 og hefur átt sæti í U15 og U16 landsliðum Íslands undanfarin ár. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki tímabilið 2018-2019 en lék á síðasta tímabili 17 leiki með meistaraflokki um leið og hann var lykilmaður í drengjaflokki félagsins.

James Parilla er fæddur árið 2003. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki á síðasta tímabili auk þess að vera í lykilhlutverki í drengjaflokki Vestra.