Þeir Unnsteinn Rúnar og Þorsteinn Finnbogason skrifuðu nýverið undir endurnýjunarsamning við fyrstu deildar lið Álftaness. Unnsteinn Rúnar leikur stöðu bakvarðar og er fæddur árið 2001 en Þorsteinn er fæddur 1989.

Eftir að hafa komið upp í deildina tímabilið áður, var Álftanes í 5. sæti fyrstu deildarinnar þegar að mótinu var aflýst nú í vor, með öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar á sínu fyrsta ári í deildinni.